Kolbeinn brenndi af víti í risasigri

Kolbeinn Sigþórsson brenndi af víti, skallaði í slá en vann …
Kolbeinn Sigþórsson brenndi af víti, skallaði í slá en vann samt 7:0. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Kolbeinn Sigþórsson og samherjar hans í AIK eru komnir áfram í þriðju umferð sænska bikarsins í fótbolta eftir 7:0-sigur á útivelli gegn D-deildarliði Enskede. 

Kolbeinn var í byrjunarliði AIK og lék allan leikinn. Honum tókst ekki að skora þrátt fyrir góð tækifæri og brenndi hann m.a af vítaspyrnu sem hann nældi í sjálfur á 71. mínútu og skallaði hann í slá skömmu fyrir leikslok. 

Það kom hins vegar ekki að sök, þar sem AIK vann auðveldan sigur. Tarik Elyounoussi skoraði þrennu fyrir AIK og Sebastian Larsson skoraði tvö mörk. 

mbl.is