Fótboltafár í Finnlandi

Teemu Pukki að skora fyrir Finna gegn Armenum.
Teemu Pukki að skora fyrir Finna gegn Armenum. AFP

Finnar búa sig undir mikla hátíð á föstudaginn en þá getur finnska karlandsliðið í knattspyrnu tryggt sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins og komist þar með á stórmót í fyrsta sinn í sögunni.

Með sigri gegn Lichtenstein, lærisveinum Helga Kolviðssonar, í Helsinki á föstudaginn er EM farseðillinn í höfn en ef illa fer í þeim leik fá Finnaranir annað tækifæri á mánudaginn þegar þeir sækja Grikki heim.

Ítalir hafa fyrir löngu tryggt sér sigur í riðlinum. Þeir hafa 24 stig, Finnar eru í öðru sætinu með 15 og þar á eftir koma Armenar og Bosníumenn með 10 stig. Finnar eru því í dauðafæri á komast á sitt fyrsta stórmót í sögunni.

Búið er koma upp risaskjám í Helsinki, Tampere, Turku og öðrum sveitarfélögum víðs vegar um Finnland og finnska þjóðin bíður með öndina í hálsinum og er tilbúin að slá upp þjóðhátíð.

„Ég lofa því að við tryggjum okkur inn á EM á föstudaginn,“ sagði Teemu Pukki, framherji enska úrvalsdeildarliðsins Norwich og aðalmaðurinn í finnska liðinu við fréttamenn. Hann hefur farið á kostum og hefur skorað sjö af 12 mörkum Finna í undankeppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert