Aron tilnefndur sem leikmaður ársins

Aron Sigurðarson fagnar marki með Start.
Aron Sigurðarson fagnar marki með Start. Ljósmynd/Start

Aron Sigurðarson, leikmaður Start, er einn af þremur leikmönnum sem tilnefndir eru í vali á leikmanni ársins í norsku B-deildinni í knattspyrnu.

Aron hefur átt virkilega gott tímabil. Hann lék 29 leiki í deildinni og var í byrjunarliðinu í öllum þeirra en missti af leiknum í lokaumferðinni vegna meiðsla.

Aron skoraði 13 mörk og lagði upp 10 en Start endaði í 4. sæti í deildinni og fer í umspil um sæti í úrvalsdeildinni. Valið á leikmanni ársins verður kunngert 2. desember á lokahófi norska knattspyrnusambandsins.

Aron var á dögunum valinn í lið ársins sem og þeir Aron Elís Þrándarson og Daníel Leó Grétarsson, sem leika báðir með Aalesund.

Sjá öll mark Arons með Start á leiktíðinni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert