Nýtti tækifærið í byrjunarliðinu vel

Rúnar Alex Rúnarsson nýtti tækifærið sitt vel, þrátt fyrir tap.
Rúnar Alex Rúnarsson nýtti tækifærið sitt vel, þrátt fyrir tap. AFP

Rúnar Alex Rúnarsson og samherjar hans í Dijon máttu þola 0:1-tap fyrir Nantes í frönsku 1. deildinni í fótbolta í dag. Rúnar Alex fékk tækifæri í byrjunarliðinu, þar sem aðalmarkmaður Dijon á leiktíðinni, Alfred Gomis, er meiddur. 

Þrátt fyrir tapið stóð Rúnar fyrir sínu og varði fimm sinnum í markinu og þar af tvisvar virkilega vel. Rúnar fékk 7,4 í einkunn fyrir leikinn á SofaScore og var hann með hæstu einkunn allra í liði Dijon. 

Liðið er í 16. sæti deildarinnar með 16 stig eftir 17 leiki. Næsti leikur Dijon er næsta laugardag á útivelli gegn Amiens í fallbaráttuslag, en Amiens er einnig með 16 stig. 

mbl.is