Fyrsti sigurinn kom allt of seint

Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon komu báðir við sögu …
Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon komu báðir við sögu hjá CSKA Mosvku í kvöld. Ljósmynd/CSKA Moskva

Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn fyrir CSKA Moskvu sem vann 1:0-sigur gegn Espanyol á Spáni í H-riðli Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Nikola Vlasic skoraði sigurmark mark leiksins á 84. mínútu en Arnór Sigurðsson kom inn á sem varamaður hjá CSKA Moskvu á 76. mínútu. Þetta var fyrsti sigur CSKA Moskvu í Evrópudeildinni á tímabilinu en liðið lýkur keppni í neðsta sæti H-riðils á meðan Espanyol og Ludogorets fara áfram í útsláttakeppnina.

Þá var Rúnar Már Sigurjónsson í byrjunarliði Astana sem tapaði 4:1 á útivelli gegn Partizian. Dorin Rotariu skoraði eina mark Astana í leiknum á 79. mínútu en Rúnar fór af velli á 85. mínútu. Astana endar í neðsta sæti L-riðils með 3 stig en eini sigurleikur liðsins kom gegn Manchester United í Kasakstan í lok nóvember. Albert Guðmundsson lék ekki með AZ Alkmaar vegna meiðsla í kvöld þegar hollenska liðið mætti Manchester United á Old Trafford.

Leiknum lauk með 4:0-sigri United þar sem þeir Ashley Young og Juan Mata skoruðu sitt markið hvor fyrir United og þá skoraði Mason Greenwood tvívegis. United lýkur keppni í efsta sæti L-riðils með 13 stig en AZ Alkmaar endar í öðru sæti með 9 stig, einu stigi meira en Partizian, sem lýkur keppni með 8 stig. Þá tryggðu Porto, Rangers, Gent, Wolfsburg, Istanbul Basaksehir, Roma, Braga og Wolves sér öll sæti í 32-liða úrslitum keppninnar í kvöld. 

Táningurinn Mason Greenwood skoraði tvö mörk fyrir Manchester United gegn …
Táningurinn Mason Greenwood skoraði tvö mörk fyrir Manchester United gegn AZ Alkmaar. AFP
mbl.is