Liverpool mætir Mexíkóunum

Liverpool mætir Monterrey í undanúrslitum.
Liverpool mætir Monterrey í undanúrslitum. AFP

Enska knattspyrnuliðið Liverpool mætir Norður-Ameríkumeisturum Monterrey frá Mexíkó í undanúrslitum HM félagsliða. Monterrey vann 3:2-sigur á Al-Sadd frá Katar í dag og tryggði sér einvígi við Evrópumeistarana. 

Leikurinn fer fram hinn 18. desember næstkomandi klukkan 17:30. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Flamengo fra Brasilíu og Al Hilal frá Sádi-Arabíu. 

Úrslitaleikurinn fer fram 21. desember, en mótið er haldið í Katar. Liverpool mætir Aston Villa í deildabikarnum 17. desember og verður nóg að gera hjá Evrópumeisturunum í jólamánuðinum. 

mbl.is