Eyjakona með 19 mörk í 13 leikjum í Portúgal

Cloé og liðsfélagar hennar fagna í dag.
Cloé og liðsfélagar hennar fagna í dag. Ljósmynd/SL Benfica

Cloé Lacasse, sem lék í fimm ár með ÍBV og er með ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt, skoraði tvö mörk fyr­ir SL Ben­fica í 6:0-sigri á Ovarense í efstu deild Portúgals í fótbolta í dag. Þá lagði hún upp eitt mark til viðbótar.

Cloé er komin með 19 mörk í aðeins 13 deildarleikjum með SL Benfica og hefur farið á kostum með liðinu. Var sérstaklega fjallað um Cloé á heimasíðu portúgalska félagsins í dag og hún valin maður leiksins. 

SL Benfica hefur haft mikla yfirburði í deildinni til þessa og unnið alla 13 leiki sína, skorað 94 mörk og aðeins fengið á sig eitt, þrátt fyrir að vera nýliði. 

mbl.is