Barcelona gæti misst toppsætið

Lionel Messi hnugginn er leikmenn Valencia fagna í bakgrunni.
Lionel Messi hnugginn er leikmenn Valencia fagna í bakgrunni. AFP

Topplið Barcelona tapaði 2:0 á útivelli gegn Valencia í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í dag en þetta var þriðji leikur liðsins undir stjórn nýja þjálfarans, Quique Set­ién. Fjendurnir í Real Madríd eiga nú möguleika á að hirða af þeim toppsætið á morgun.

Jordi Alba skoraði sjálfsmark í upphafi síðari hálfleiks og Maximiliano Gómez þrumaði svo knettinum í markið á 77. mínútu til að koma Valencia í tveggja marka forystu en liðið er í 4. sæti og nú aðeins stigi frá Sevilla og Atlético Madríd í þriðja og fjórða sæti.

Eftir heimasigur gegn Granada í fyrsta leik og sigur í spænska bikarnum var þetta fyrsta alvöruverkefni Setién, en Ernesto Valverde var rekinn frá félaginu í byrjun mánaðar fyrir slæm úrslit. Barcelona er enn á toppnum með 43 stig, rétt eins og Real Madríd sem á nú leik til góða, gegn Real Valladolid annað kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert