Ögmundur fór illa með andstæðing (myndskeið)

Ögmundur Kristinsson
Ögmundur Kristinsson AFP

Landsliðsmarkvörðurinn Ögmundur Kristinsson stóð allan tímann á milli stanganna hjá Larissa er liðið mátti þola 0:2-tap fyrir Panathinaikos í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 

Leikurinn var hinn skrautlegasti því Panathinaikos fékk þrjár vítaspyrnur í leiknum. Ögmundur varði eina þeirra og fór í leiðinni afar illa með Anastasios Chatzigiovanis. 

Miðjumaðurinn ætlaði að vera lúmskur og vippa boltanum á mitt markið en Ögmundur lét ekki plata sig og varði auðveldlega. Larissa er í níunda sæti deildarinnar með 24 stig. 

Myndskeið af markvörslunni má sjá hér fyrir neðan. 

mbl.is