Fá ekki að spila heima í Meistaradeildinni vegna kórónaveirunnar

Stuðningsmenn Guangzhou Evergrande fagna kínverska meistaratitlinum eftir sigur á Shanghai …
Stuðningsmenn Guangzhou Evergrande fagna kínverska meistaratitlinum eftir sigur á Shanghai Shenhua í síðasta mánuði. Þeir fá ekki að sjá lið sitt á heimavelli í Meistaradeild Asíu næstu mánuðina. AFP

Knattspyrnusamband Asíu hefur tilkynnt að kínversku félagsliðin sem leika í Meistaradeild Asíu á nýbyrjuðu tímabili í álfunni fái ekki að spila á heimavelli í fyrstu þremur umferðunum af öryggisástæðum vegna kórónaveirunnar.

Shanghai SIPG er eitt fjögurra kínverskra liða í keppninni og spilaði á þriðjudaginn heimaleik gegn Buriram frá Taílandi fyrir luktum dyrum vegna ótta við útbreiðslu veirunnar.

Shanghai Shenhua, Guangzhou Evergrande og Beijing FC leika einnig í Meistaradeildinni. Knattspyrnusamband Asíu hefur raðað þeim öllum á leiki á útivöllum í fyrstu þremur umferðunum í riðlakeppninni en mun síðan endurskoða stöðuna áður en kemur að síðari þremur umferðunum. Til greina kemur að þeir verði allir leiknir utan Kína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert