Níu ár frá fimm marka leik Kolbeins (myndskeið)

Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson. mbl.is/Árni Sæberg

Hollenska knattspyrnufélagið AZ Alkmaar minnist þess á samskiptamiðlum sínum að í dag séu liðin níu ár síðan Kolbeinn Sigþórsson skoraði fimm mörk fyrir liðið í leik í hollensku úrvalsdeildinni.

Kolbeinn, sem var tvítugur, gerði mörkin fimm í 6:1 sigri AZ á Venlo en þetta var fyrsta tímabil hans með aðalliði félagsins, 2010-2011, og hann sló í  gegn með því að skora 15 mörk í 32 leikjum fyrir liðið. Í kjölfarið var hann seldur til Ajax um sumarið.

Mörkin má sjá í færslunni hér fyrir neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert