„Ég hef ekki tíma fyrir svona kjaftæði“

Julien Faubert fyrir leik með Real Madríd.
Julien Faubert fyrir leik með Real Madríd. Ljósmynd/Real Madrid

Franski knattspyrnumaðurinn Julien Faubert hélt að starfsmaður Real Madríd væri að ljúga að sér er hann tjáði honum að spænska félagið hefði áhuga á þjónustu hans.

Faubert var þá leikmaður West Ham að undirbúa sig fyrir leik í ensku úrvalsdeildinni. Real fékk Frakkann að lokum að láni frá West Ham árið 2009. 

„Ég fékk símtal frá einhverjum Frakka sem sagðist vinna hjá Real Madríd. Ég sagði honum að ég hefði ekki tíma fyrir svona kjaftæði þar sem ég væri að undirbúa mig fyrir mikilvægan leik. Ég slökkti á símanum,“ sagði Faubert við Athletic. 

„Eftir leikinn kveikti ég á símanum aftur og sá 30 sms og 50 skilaboð á talhólfinu. Þá vissi ég að þetta væri raunverulegt,“ bætti hann við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert