Fór meiddur af velli í sigri toppliðsins

Adam Örn Arnarson í leik með Tromsø.
Adam Örn Arnarson í leik með Tromsø. Ljósmynd/Tromsö

Tromsø er með þriggja stiga forskot á toppi norsku B-deildarinnar í fótbolta eftir 4:2-heimasigur á Stjørdals/Blink í dag. Hefur Tromsø unnið alla sex leiki sína í deildinni til þessa.

Adam Örn Arnarson var í byrjunarliði Tromsø en hann fór meiddur af velli á 40. mínútu. Ekki er víst hvers eðlis miðslin eru. 

Adam kom til Tromsø frá Górnik Zabrze í Póllandi fyrir leiktíðina en þar á undan lék hann með Aalesund í Noregi í þrjú ár.  

mbl.is