Fyrsti leikur Kolbeins í rúman mánuð

Kolbeinn Sigþórsson er mættur aftur á völlinn.
Kolbeinn Sigþórsson er mættur aftur á völlinn. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Kolbeinn Sigþórsson sneri aftur á fótboltavöllinn er AIK mætti Östersund í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Kolbeinn kom inn á sem varamaður í hálfleik en tókst ekki að koma í veg fyrir 0:1-tap á heimavelli. Kol­beinn lék síðast með liðinu 2. júlí.

Kolbeinn hefur mikið glímt við meiðsli síðustu ár og ekki komist almennilega af stað með AIK á leiktíðinni. Liðið er í 14. sæti af 16 liðum með 13 stig, sem eru gríðarleg vonbrigði þar á bæ, enda liðið þekktara fyrir að blanda sér í toppbaráttu. 

Ísak Bergmann Jóhannesson byrjaði á varamannabekk Norrköping og lék frá 66. mínútur í 1:2-tapi á heimavelli gegn Hammarby. Aron Jóhannsson var í byrjunarliði Hammarby og lagði upp fyrsta mark leiksins. Lék hann fyrstu 58 mínúturnar. 

Norrköping er í fjórða sæti með 25 stig og Hammarby í sjötta sæti með 23 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert