Messi tilbúinn að yfirgefa Barcelona

Lionel Messi eftir skellinn í gærkvöldi.
Lionel Messi eftir skellinn í gærkvöldi. AFP

Knattspyrnustjarnan Lionel Messi er tilbúinn að yfirgefa spænska stórliðið Barcelona þegar samningur hans rennur út á næsta ári, fari félagið ekki í allsherjar naflaskoðun.

Börsungar misstu spænska meistaratitilinn til erkifjendanna í Real Madríd í síðasta mánuði og voru í gær niðurlægðir af þýsku meisturunum í Bayern München í Meistaradeild Evrópu, töpuðu 8:2 í fjórðungsúrslitunum.

Messi er einn sigursælasti knattspyrnumaður allra tíma og hefur hann leikið allan sinn feril hjá Barcelona en virðist nú vera kominn að krossgötum samkvæmt spænska miðlinum COPE. Messi, sem sex sinnum hefur verið valinn besti leikmaður heims, ætlar að yfirgefa félagið að samningi hans loknum næsta sumar nema forráðamenn félagsins geri stórar breytingar á leikmannahópnum sem og utan hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert