Norska undrabarnið verðlaunað

Erling Braut Haaland er gulldrengur Evrópu 2020.
Erling Braut Haaland er gulldrengur Evrópu 2020. AFP

Norski knattspyrnumaðurinn Erling Braut Haaland hefur verið valinn gulldrengur Evrópu árið 2020 en ítalska blaðið Tuttosport stendur fyrir valinu.

Verðlaunin hlýtur sá leikmaður sem þykir hafa skarað fram úr í Evrópu síðasta árið, en aðeins leikmenn 20 ára og yngri koma til greina. 

Kylian Mbappé hlaut verðlaunin árið 2017, Matthijs de Ligt árið 2018 og Joao Felix á síðasta ári. Norðmaðurinn fer því í fínan félagsskap. 

Haaland hefur raðað inn mörkunum síðustu ár bæði fyrir Salzburg í Austurríki og Dortmund í Þýskalandi og þykir einn besti framherji heims þrátt fyrir að vera aðeins tvítugur. 

Leikmenn sem voru tilnefndir: 
Mitchel Bakker, Paris SG
Eduardo Camavinga, Rennes
Jonathan David, Lille
Alphonso Davies, Bayern München
Sergino Dest, Ajax
Fabio Silva, Wolves
Ansu Fati, Barcelona
Phil Foden, Manchester City
Ryan Gravenberch, Ajax
Mason Greenwood, Manchester United
Erling Haaland, Borussia Dortmund
Callum Hudson-Odoi, Chelsea
Dejan Kulusevski, Juventus
Rodrygo Goes, Real Madrid
Bukayo Saka, Arsenal
Jadon Sancho, Borussia Dortmund
Dominik Szoboszlai, Salzburg
Sandro Tonali, AC Milan
Ferran Torres, Manchester City
Vinicius Junior, Real Madrid

mbl.is