Glæsimark landsliðsfyrirliðans (myndskeið)

Aron Einar Gunnarsson var á skotskónum í Katar um helgina.
Aron Einar Gunnarsson var á skotskónum í Katar um helgina. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands og leikmaður Al-Arabi í efstu deild Katar, var á skotskónum fyrir liðið gegn Al-Sadd á heimavelli í gær.

Leiknum lauk með 4:1-sigri Al-Sadd en Aron Einar skoraði eina mark Al-Arabi, beint úr aukaspyrnu, á 74. mínútu í stöðunni 3:0.

Þetta var fyrsta mark landsliðsfyrirliðans á tímabilinu með Al-Arabi en liðið hefur byrjað leiktíðina illa og er í tíunda sæti deildarinnar með 5 stig, einu stigi frá fallsæti, en tólf lið leika í deildinni. Heimir Hallgrímsson er þjálfari liðsins.

mbl.is