Börsungar skoruðu fjögur

Antoine Griezmann fagnar marki sínu í dag.
Antoine Griezmann fagnar marki sínu í dag. AFP

Lionel Messi var á skotskónum þegar Barcelona fékk Osasuna í heimsókn í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í dag.

Leiknum lauk með 4:0-sigri Barcelona en Messi skoraði fjórða mark Barcelona á 73. mínútu.

Martin Braithwaite og Antoine Griezmann skoruðu sitt hvort markið fyrir Barcelona í fyrri hálfleik.

Philippe Coutinho bætti svo við þriðja markinu í upphafi síðari hálfleiks áður en Messi innsiglaðir sigurinn.

Barcelona fer með sigrinum upp í sjöunda sæti deildarinnar og er nú með 14 stig eftir níu leiki, sjö stigum minna en topplið Real Sociedad.

Ríkjandi Spánarmeistarar í Real Madrid eru með 17 stig í fjórða sæti deildarinnar en Barcelona á leik til góða á Real Madrid.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert