Ósáttur við vinnubrögð Barcelona

Quique Setien
Quique Setien AFP

Quique Setién fyrrverandi knattspyrnustjóri Barcelona á Spáni segir félagið ekki haft samband við sig til að staðfesta brottreksturinn, en hann var rekinn frá félaginu fyrir þremur mánuðum síðan og Ronald Koeman tók við.

Setién skrifaði undir samning til ársins 2022, en félagið hefur ekki haft samband við hann varðandi greiðslur vegna samningsins, né formlega staðfest brottreksturinn.

„Barcelona hefur ekki greitt mér neinar bætur né boðið mér neitt. Félagið hefur ekki einu sinni hringt í mig og sagt mér að ég hafi verið rekinn. Það er ljóst að félagið er að ganga í gegnum erfiða tíma. Ég reyndi hvað ég gat til að laga það, en það gekk ekki upp,“ skrifaði Setién á Twitter.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert