Barcelona í úrslitaleikinn

Leikmenn Barcelona fagna marki Frenkie de Jong í kvöld.
Leikmenn Barcelona fagna marki Frenkie de Jong í kvöld. AFP

Barcelona leikur til úrslita í spænska meistarabikarnum í knattspyrnu en liðið Real Sociedad í undanúrslitum keppninnar í vítakeppni í Córdoba í kvöld.

Frenkie de Jong kom Barcelona yfir á 39. mínútu en Mikel Oyarzabal jafnaði metin fyrir Real Sociedad með marki úr vítaspyrnu á 51. mínútu.

Hvorugu liðinu tókst að bæta við mörkum og því var gripið til framlengingar þar sem liðunum tókst ekki að koma knettinum í netið.

Barcelona hafði betur í vítakeppninni, 3:2, en þeir Ousmane Dembélé, Miralem Pjanic og Ricard Puig skoruðu af vítapunktinum á meðan þeir Frenkie de Jong og Antoine Griezmann brenndu af.

Barcelona mætir annaðhvort Real Madrid eða Athletic Bilbao í úrslitum spænska meistarabikarsins en Real og Atheletic mætast á morgun í undanúrslitum í Madríd.

mbl.is