Búinn að finna sér lið í Tyrklandi?

Kolbeinn Sigþórsson leitar sér nú að nýju félagi.
Kolbeinn Sigþórsson leitar sér nú að nýju félagi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kolbeinn Sigþórsson gæti verið að ganga til liðs við tyrkneska B-deildarfélagið Balikesirspor en hann er án félags þessa dagana.

Það eru tyrkneskir fjölmiðlar sem greina frá þessu en framherjinn rifti samningi sínum við sænska úrvalsdeildarfélagið AIK á dögunum.

Balikesirspor er sem stendur í fimmtánda sæti tyrknesku B-deildarinnar með 16 stig, þremur stigum frá falllsæti, en átján lið leika í tyrknesku B-deidlinni.

Kolbeinn, sem er þrítugur, þekkir ágætlega til í Tyrklandi eftir tíma sinn hjá Galatasaray árið 2016 en honum tókst aldrei að leika með liðinu vegna meiðsla.

Kolbeinn hefur verið far óheppinn með meiðsli undanfarin ár eða allt frá því á EM 2016 í Frakklandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert