Martraðarbyrjun í Tyrklandi

Mesut Özil hefur lítið sýnt í Tyrklandi eftir komuna frá …
Mesut Özil hefur lítið sýnt í Tyrklandi eftir komuna frá Arsenal. AFP

Mesut Özil hefur ekki farið vel af stað með sínu nýja knattspyrnufélagi Fenerbahce í tyrknesku úrvalsdeildinni.

Þjóðverjinn gekk til liðs við tyrkneska félagið frá Arsenal í lok janúar en stuðningsmenn félagsins voru í skýjunum með skiptin og biðu spenntir eftir komu hans til Tyrklands.

Leikmaðurinn hefur hins vegar ekki byrjað vel og hafa margir stuðningsmenn Fenerbahce nú gagnrýnt hann opinberlega.

Özil til varnar þá lék hann ekkert með Arsenal á leiktíðinni, áður en hann yfirgefa félagið, og leikformið því ekki upp á marga fiska.

Í fyrstu fimm leikjum Özil fyrir tyrkneska félagið hefur liðið tapað þremur þeirra. Þá hefur Özil hvorki náð að skora né leggja upp á liðsfélaga sína.

Özil er orðinn 32 ára gamall en Fenerbahce er þriðja sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar með 51 stig, fjórum stigum minna en topplið Galatasaray.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert