Draumabyrjun í Póllandi

Aron Jóhannsson fer afar vel af stað með Lech Poznan.
Aron Jóhannsson fer afar vel af stað með Lech Poznan. Ljósmynd/Lech Poznan

Aron Jóhannsson fer heldur betur vel af stað með pólska liðinu Lech Poznan en hann gerði fyrra mark liðsins í dramatískum 2:1-sigri í grannaslag gegn Warta Poznan í kvöld. 

Aron skoraði sigurmark Lech Poznan í 1:0-sigri á Slask Wroclaw í sínum fyrsta leik með liðinu á sunnudaginn var og er því kominn með tvö mörk í fyrstu tveimur leikjunum með Lech Poznan. 

Framherjinn var í byrjunarliði Lech Poznan og jafnaði hann metin á 80. mínútu. Pedro Tiba skoraði svo sigurmarkið á fjórðu mínútu uppbótartímans, en Aron fór af velli á 89. mínútu. 

Lech Poznan er í sjöunda sæti deildarinnar með 25 stig eftir 19 leiki.

mbl.is