Ljóst hvaða lið mætast í umspili fyrir EM 2022

Ramona Bachmann (t.v.) og stöllur hennar í Sviss freista þess …
Ramona Bachmann (t.v.) og stöllur hennar í Sviss freista þess að komast á EM 2022. AFP

Í dag var dregið í umspili fyrir EM 2022 á Englandi. Þrjú sæti eru enn laus á mótið, sem Ísland tryggði sér þátttökurétt á í desember síðastliðnum.

Sex lið freista þess að ná þremur síðustu sætunum. Úkraína mætir Norður-Írlandi, Portúgal mætir Rússlandi og Tékkland mætir Sviss.

Leikið verður heima og að heiman og fara leikirnir fram dagana 7.-13. apríl næstkomandi.

mbl.is