Yfirgefur Evrópumeistarana

Jerome Boateng yfirgefur Bayern eftir tímabilið.
Jerome Boateng yfirgefur Bayern eftir tímabilið. AFP

Knattspyrnumaðurinn Jerome Boateng yfirgefur Evrópumeistara Bayern München eftir leiktíðina. Sky í Þýskalandi greinir frá.

Varnarmaðurinn hefur verið í herbúðum Bayern frá árinu 2011 og orðið þýskur meistari átta sinnum, bikarmeistari fimm sinnum og Evrópumeistari í tvígang. Þá varð hann heimsmeistari með Þjóðverjum árið 2014.

Samningur Boatengs rennur út eftir leiktíðina og fer hann því á frjálsri sölu, en Bayern greiddi 13,5 milljónir evra fyrir hann á sínum tíma.

mbl.is