Snyrtileg aukaspyrna Guðmundar á æfingu (myndskeið)

Guðmundur Þórarinsson gekk til liðs við New York City fyrir …
Guðmundur Þórarinsson gekk til liðs við New York City fyrir rúmu ári síðan. Ljósmynd/New York City

Bandaríska knattspyrnufélagið New York City FC deildi á twitteraðgangi sínum í gær myndbandi af Guðmundi Þórarinssyni, leikmanni liðsins, að æfa sig að taka aukaspyrnu.

Æfingin skapar sannarlega meistarann því spyrna Guðmundar er hárnákvæm yfir gervivarnarvegginn.

Aukaspyrnuna má sjá í myndbandinu hér að neðan, en búið er að hægja vel á því svo áhorfandinn fái notið þess betur:

Guðmundur er að hefja annað tímabil sitt með New York City og hefur hingað til leikið 21 leik í öllum keppnum með félaginu.

mbl.is