Juventus nánast úr leik í titilbaráttunni

Tímabilið hefur verið erfitt fyrir Juventus.
Tímabilið hefur verið erfitt fyrir Juventus. AFP

Juventus á litla sem enga möguleika á að verja ítalska meistaratitilinn í fótbolta eftir tap á útivelli fyrir Atalanta í dag, 0:1. 

Úkraínumaðurinn Ruslan Malinovskyi skoraði sigurmark Atalanta á 87. mínútu. Juventus lék án Cristianos Ronaldos og var bitlaust fram á við. 

Fyrr í dag vann AC Milan 2:1-sigur á Genoa á heimavelli. Ante Rebic kom Milan yfir á 13. mínútu en Mattia Destro jafnaði á 37. mínútu áður en Gianluca Scamacca skoraði sjálfsmark á 68. mínútu sem tryggði Milan sigurinn. 

Inter er í toppsætinu með 74 stig, en liðið leikur við Napoli síðar í kvöld og getur því verið með 77 stig í lok dags. AC Milan er í öðru sæti með 66 stig, Atalanta í þriðja með 64 stig og Juventus í fjórða með 62. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert