Allt í járnum á Spáni – Real getur komist á toppinn

Luis Suárez og Gerard Piqué í baráttunni í leiknum í …
Luis Suárez og Gerard Piqué í baráttunni í leiknum í dag. AFP

Barcelona og Atlético Madríd gerðu markalaust jafntefli í stórslag helgarinnar í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í dag. Sem fyrr er því allt í járnum á toppi deildarinnar.

Barcelona var sterkari aðilinn í leiknum í dag en auðnaðist ekki að koma knettinum í netið.

Jafnteflið þýðir að Atlético er enn á toppi deildarinnar með 77 stig eftir 35 leiki og í humátt á eftir þeim kemur Barcelona með 75 stig eftir jafnmarga leiki.

Slæmu fréttirnar fyrir bæði lið eru þau að Real Madríd á leik til góða á þau og situr nú í þriðja sæti með 74 stig. ´

Sigri Real lið Sevilla í hörkuslag á morgun, sem er þó alls ekki sjálfgefið enda Sevilla skammt undan í fjórða sætinu með 70 stig, fara ríkjandi Spánarmeistararnir á toppinn.

Það er vegna þess að innbyrðis viðureignir telja ofar en markatala. Atlético er með betri markatölu en Real vann heimaleikinn gegn nágrönnum sínum og gerði svo jafntefli á heimavelli Atlético.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert