Úrslitin ráðast í lokaumferðinni

Luis Suárez fagnar sigurmarki sínu í Madríd.
Luis Suárez fagnar sigurmarki sínu í Madríd. AFP

Luis Suárez reyndist hetja Atlético Madrid þegar liðið fékk Osasuna í heimsókn í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í dag.

Leiknum lauk með 2:1-sigri Atlético en Suárez skoraði sigurmark leiksins á 88. mínútu eftir að Ante Budimir hafði komið Osasuna yfir á 75. mínútu.

Renan Lodi jafnaði metin fyrir Atlético, sjö mínútum síðar, áður en Suárez tryggði sigurinn.

Atlético Madrid er með 83 stig í efsta sæti deildarinnar en liðið mætir Real Balladolid, sem er í fallsæti, í lokaumferðinni.

Nacho Fernández skoraði sigurmark Real Madrid þegar liðið vann 1:0-útisigur gegn Athletic Bilbao.

Nacho skoraði sigurmarkið á 68. mínútu en Real Madrid er með 81 stig í öðru sæti deildarinnar og mætir Villarreal í lokaumferðinni.

Þá er Barcelona úr leik í titilbaráttunni eftir 1:2-tap gegn Celta Vigo á heimavelli.

Lionel Messi kom Barcelona yfir á 28. mínútu en Santi Mina skoraði tvívegis fyrir Celta Vigo og tryggði liði sínu þrjú stig.

Barcelona er með 76 stig í þriðja sæti deildarinnar og gæti endað í fjórða sæti deildarinnar en Sevilla er í fjórða sætinu fyrir lokaumferðina með 74 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert