Lecce vill nýjustu stjörnu Íslands

Brynjar Ingi Bjarnason og Aron Einar Gunnarsson í baráttunni í …
Brynjar Ingi Bjarnason og Aron Einar Gunnarsson í baráttunni í leiknum við Pólland. AFP

Ítalska knattspyrnufélagið Lecce hefur mikinn áhuga á að fá landsliðsmanninn Brynjar Inga Bjarnason í sínar raðir. Brynjar hefur slegið í gegn með íslenska landsliðinu síðustu vikur.

Fótbolti.net greinir frá. Lecce hafnaði í fjórða sæti ítölsku B-deildarinnar á síðustu leiktíð eftir að hafa fallið úr efstu deild tímabilið á undan.

Félög frá Rússlandi eru einnig sögð hafa áhuga á Brynjari sem er 21 árs. Miðvörðurinn hefur verið einn besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar í sumar og þá átti hann stórgott síðasta sumar með liðinu sömuleiðis.

Brynjar skoraði sitt fyrsta landsliðsmark gegn Póllandi í gær með þrumufleyg í þriðja landsleiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert