Ég sé fyrir mér að vera hérna næstu árin

Freyr Alexandersson er orðinn þjálfari Lyngby.
Freyr Alexandersson er orðinn þjálfari Lyngby. Ljósmynd/lyngby-boldklub.dk

„Ég er gríðarlega sáttur með þessa niðurstöðu,“ sagði Freyr Alexandersson, nýráðinn þjálfari danska knattspyrnuliðsins Lyngby, í samtali við Morgunblaðið.

Freyr, sem er 38 ára gamall, skrifaði undir tveggja ára samning við danska félagið sem féll úr úrvalsdeildinni á nýliðinni leiktíð og leikur því í dönsku B-deildinni á komandi keppnistímabili.

Þjálfarinn hefur verið án starfs síðan hann lét af störfum sem aðstoðarþjálfari Al-Arabi þar sem hann starfaði við hlið Heimis Hallgrímssonar í Katar.

Undanfarin ár hefur Freyr gegnt viðamiklu hlutverki hjá Knattspyrnusambandi Íslands, KSÍ, en hann var aðstoðarþjálfari Eriks Hamréns hjá íslenska karlalandsliðinu frá 2018 til 2020 og þá stýrði hann íslenska kvennalandsliðinu frá 2013 til 2018.

Þá hefur hann einnig stýrt kvennaliði Vals og verið þjálfari uppeldisfélags síns Leiknis úr Reykjavík á þjálfaraferlinum.

„Það áttu sér stað bæði þreifingar og viðræður í nokkrar vikur en fyrir sirka tíu dögum virtist þetta vera að detta upp fyrir. Um helgina gerðust hlutirnir svo ansi hratt og við tókum upp þráðinn í viðræðum á nýjan leik. Ég átti morgunfund með forráðamönnum félagsins á laugardaginn og tveimur tímum seinna hringja þeir í mig og vilja fá mig út strax daginn eftir. Ég var fullbókaður allan laugardaginn í EM-stofunni á Stöð 2 Sport en tókst að fá mig lausan á sunnudeginum.

Sjáðu viðtalið við Frey í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert