Íslenskur dómari í Evrópukeppni

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson Ljósmynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir leik Hibernian frá Skotlandi og Santa Coloma frá Andorra í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta annað kvöld. Leikið verður í Edinborg í Skotlandi.  

Vilhjálmi til aðstoðar verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Oddur Helgi Guðmundsson. Fjórði dómari verður Ívar Orri Kristjánsson.

mbl.is