Andstæðingar Breiðabliks fara vel af stað

Jonny Hayes kemur Aberdeen yfir.
Jonny Hayes kemur Aberdeen yfir. Ljósmynd/Aberdeen

Aberdeen hafði betur gegn Dundee United á heimavelli í 1. umferð skosku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag, 2:0.

Jonny Hayes kom Aberdeen yfir á 27. mínútu og Christian Ramirez bætti við öðru marki á 51. mínútu og þar við sat.

Næsti leikur Aberdeen er á Kópavogsvelli gegn Breiðabliki á fimmtudaginn kemur í 3. umferð Sambandsdeildar Evrópu. Seinni leikurinn fer fram í Aberdeen viku síðar.

mbl.is