Daninn bjargaði stigi fyrir Tottenham

Pierre-Emile Höjbjerg bjargaði stigi fyrir Tottenham.
Pierre-Emile Höjbjerg bjargaði stigi fyrir Tottenham. AFP

Pierre-Emile Höjberg reyndist hetja Tottenham þegar liðið heimsótti Rennes í G-riðli Sambandsdeildar UEFA í knattspyrnu í Frakklandi í kvöld.

Leiknum lauk með 2:2-jafntefli en Höjberg skoraði jöfnunarmark Tottenham á 76. mínútu.

Loic Bade, varnarmaður Rennes, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark strax á 11. mínútu en Flavien Tait jafnaði metin fyrir franska liðið tólf mínútum síðar. 

Gaetan Laborde kom Rennes svo yfir á 72. mínútu áður en Höjberg jafnaði metin skömmu síðar.

Í hinum leik riðilsins vann Vitesse 2:0-sigur gegn Mura í Slóveníu en Vitesse er í efsta sæti riðilsins með 3 stig og Tottenham og Rennes koma þar á eftir með eitt stig hvort.

mbl.is