Mark Selfyssingsins ekki nóg

Barbára Sól Gísladóttir leikur með Bröndby og skoraði í dag.
Barbára Sól Gísladóttir leikur með Bröndby og skoraði í dag. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Barbára Sól Gísladóttir skoraði mark Bröndby í dag þegar liðið sótti Thisted heim í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Barbára, sem kom til liðs við Bröndby frá Selfossi í sumar, skoraði fyrsta mark leiksins á 14. mínútu. Það dugði þó skammt því Thisted sneri leiknum sér í hag og  sigraði 3:1.

Þetta er annað mark Barbáru fyrir Bröndby í deildinni en en Bröndby er þar í fjórða sæti með tíu stig að sjö umferðum loknum.

mbl.is