Á skotskónum í Evrópukeppni unglingaliða

Kristian Nökkvi Hlynsson í leik með U21-árs landsliði Íslands gegn …
Kristian Nökkvi Hlynsson í leik með U21-árs landsliði Íslands gegn Grikklandi fyrr í mánuðinum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristian Nökkvi Hlynsson skoraði fyrsta mark U19-ára liðs Ajax þegar liðið vann þægilegan sigur gegn Besiktas í Evrópukeppni unglingaliða í Amsterdam í dag.

Leiknum lauk með 3:1-sigri Ajax en Kristian Nökkvi kom Ajax yfir á 35. mínútu með laglegu skoti úr teignum.

Kristian Nökkvi, sem er einungis 17 ára gamall, lék allan leikinn á miðsvæðinu hjá Ajax en hann hefur leikið með varaliði Ajax, Jong Ajax, í hollensku B-deildinni á tímabilinu ásamt því að leika með U19-ára liðinu í Evrópukeppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert