Slógust við lögreglu – einn handtekinn fyrir kynþáttaníð

Marco Rossi, þjálfari Ungverja, og Gareth Southgate, þjálfari Englands, á …
Marco Rossi, þjálfari Ungverja, og Gareth Southgate, þjálfari Englands, á hliðarlínunni á Wembley í gærkvöldi. AFP

Stuðningsmenn ungverska karlalandsliðsins í knattspyrnu karla urðu sér til skammar í gærkvöldi þegar liðið mætti því enska á Wembley í Lundúnum í undankeppni HM 2022.

Rétt áður en flautað var til leiks bauluðu ungversku stuðningsmennirnir hástöfum er ensku leikmennirnir krupu á kné til stuðnings baráttu gegn kynþáttaníði.

Nokkrir stuðningsmannanna hófu þá að slást við lögreglumenn á leikvanginum og einn þeirra var handtekinn fyrir að hafa viðhaft kynþáttaníð í garð starfsmanns í gæslu á vellinum.

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, segist fordæma hegðun stuðningsmanna Ungverjalands.

mbl.is