Englendingar gætu þurft að spila fyrir luktum dyrum

Áhorfendum gæti verið meinað að horfa á enska karlalandsliðið spila.
Áhorfendum gæti verið meinað að horfa á enska karlalandsliðið spila. AFP

Enska knattspyrnusambandið mun fá að vita það næstkomandi mánudag hvort að enska karlalandsliðið muni þurfa að spila heimaleiki fyrir luktum dyrum vegna þeirra óspekta sem enskir stuðningsmenn gerðust sekir um í aðdraganga úrslitaleiks EM á Wembley í sumar.

Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, mun halda nefndarfund þar sem farið verður yfir málið næstkomandi mánudag.

Í úrslitaleik Englands gegn Ítalíu á Wembley í sumar slógust stuðningsmenn Englendinga við gæsluliða og lögregluþjóna er þeir reyndu að þvinga sér leið inn á leikvanginn áður en leikurinn hófst.

Hundruðum stuðningsmanna tókst að brjóta sér leið inn á leikvanginn án þess að vera með miða.

Enska knattspyrnusambandið hóf sína eigin rannsókn á málinu viku eftir úrslitaleikinn og greindi frá því að sambandinu væri mikið í mun að þau hneykslanlegu atvik sem settu blett á úrslitaleik EM 2020 yrðu aldrei endurtekin.

Líklegt er talið að UEFA muni í ákvörðun sinni einblína á hvort öryggisgæsla á leiknum hafi verið viðunandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert