Íslenskt mark í Íslendingaslagnum

Aron Bjarnason skoraði fyrir Sirius í dag.
Aron Bjarnason skoraði fyrir Sirius í dag. Ljósmynd/Újpest

Aron Bjarnason skoraði annað mark Sirius í 2:0 sigri liðsins á Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 

Aron byrjaði leikinn og skoraði mark sitt á 63. mínútu. Hann var svo tekinn af velli á 88. mínútu. Sveinn Aron Guðjónssen byrjaði leikinn fyrir Elfsborg og spilaði 73. mínútur. Hákon Rafn Valdimarsson var ónotaður varamaður hjá Elfsborg. 

Sirius kemst upp í sjötta sæti deildarinnar með sigrinum í dag. Elfsborg er í því níunda. 

Sirius mætir AIK á útivelli í næsta leik sínum. Elfsborg fær hinsvegar Gautaborg í heimsókn í næsta leik sínum. 

mbl.is