Íslendingaliðin á uppleið – Esbjerg fallið

Freyr Alexandersson og lærisveinar hans í Lyngby eru í afar …
Freyr Alexandersson og lærisveinar hans í Lyngby eru í afar vænlegri stöðu í B-deildinni í Danmörku. Ljósmynd/lyngby-boldklub.dk

Íslendingaliðin Horsens og Lyngby eru í afar vænlegri stöðu í úrslitakeppni dönsku B-deildarinnar í knattspyrnu eftir sigra í dag.

Aron Sigurðarsson lék fyrstu 83. mínúturnar með Horsens sem vann 1:0-útisigur gegn Nyköbing og þá unnu Freyr Alexandersson og lærisveinar hans í Lyngby 2:1-útisigur gegn Helsingör í algjörum lyklleik toppbaráttunnar.

Sævar Atli Magnússon kom inn á sem varamaður hjá Lyngby á 74. mínútu en Frederik Schram var varamarkvörður Lyngby.

Horsens er með 60 stig í efsta sæti riðilsins og Lyngby kemur þar á eftir með 59 stig. Helsingör er í þriðja sætinu með 55 stig en tvær umferðir eru eftir af riðlakeppninni.

Þá er Esbjerg fallið í dönsku C-deildina eftir 2:3-tap á heimavelli gegn Fremad Amager en Ísak Óli Ólafsson var ekki í leikmannahópi Esbjerg í dag. 

Esbjerg er með 24 stig í fimmta og næstneðsta sæti fallkeppni B-deildarinnar og getur ekki náð Vendsyssel sem er í fjórða sætinu að stigum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert