Albert og félagar fallnir

Albert Guðmundsson og félagar í Genoa eru fallnir niður í …
Albert Guðmundsson og félagar í Genoa eru fallnir niður í B-deildina. AFP

Albert Guðmundsson og liðsfélagar hans í ítalska knattspyrnufélaginu Genoa eru fallir niður í B-deild eftir 0:1-tap á heimavelli gegn Bologna í lokaumferð A-deildarinnar í kvöld.

Musa Barrow skoraði sigurmark Bologna en liðið var að vinna sinn fyrsta útisigur á leiktíðinni.

Genoa er í 19. sæti deildarinnar með 28 stig, þremur stigum frá öruggu sæti. Botnliðið Venezia getur skilið Genoa eftir á botninum með sigri á Cagliari á morgun.

Albert, sem lék allan leikinn í dag, kom til Genoa frá AZ Alkmaar í Hollandi í janúar. 

mbl.is