England gjörsigraði Holland

Bethany Mead skoraði tvívegis fyrir England í kvöld.
Bethany Mead skoraði tvívegis fyrir England í kvöld. AFP/Geoff Caddick

England gerði sér lítið fyrir og vann 5:1-stórsigur á ríkjandi Evrópumeisturum Hollands í vináttulandsleik í knattspyrnu kvenna í kvöld.

Lieke Martens kom Hollendingum yfir um miðjan fyrri hálfleik áður en Lucy Bronze jafnaði metin fyrir England eftir rúmlega hálftíma leik.

Staðan var jöfn, 1:1, í leikhléi en í síðari hálfleik settu Englendingar í fluggír og bættu við fjórum mörkum.

Bethany Mead, sem kom inn á sem varamaður í hálfleik, skoraði tvívegis auk þess sem Ella Toone og Lauren Hemp komust á blað.

mbl.is