Mögnuðu spili lauk með marki Jóns Daða (myndskeið)

Jóni Daða Böðvarssyni hefur gengið vel hjá Bolton.
Jóni Daða Böðvarssyni hefur gengið vel hjá Bolton. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Daði Böðvarsson skoraði eitt marka Bolton Wanderers í 5:1-sigri á Salford í 1. umferð enska deildabikarsins í gærkvöldi. Markið var sérlega fallegt liðsmark sem Jón Daði batt endahnútinn á með skoti af stuttu færi.

Jón Daði kom Bolton í 2:1 skömmu fyrir leikhlé eftir að liðið hafði haldið boltanum frábærlega innan liðsins.

Leikmenn Bolton héldu boltanum í tæpar tvær mínútur og snertu allir ellefu leikmenn liðsins boltann í sókninni.

Markið laglega má sjá hér:

mbl.is