Fyrirliði Barcelona sá rautt í jafntefli

Robert Lewandowski komst ekki á blað í sínum fyrsta deildarleik …
Robert Lewandowski komst ekki á blað í sínum fyrsta deildarleik með Barcelona. AFP/Pau Barrena

Barcelona og Rayo Vallecano skildu jöfn, 0:0, í fyrstu umferð spænsku 1. deildarinnar í fótbolta á heimavelli Barcelona í kvöld.

Heimamenn í Barcelona voru töluvert sterkari aðilinn og sköpuðu sér nokkur úrvalsfæri. Þrátt fyrir það tókst liðinu ekki að koma inn marki og voru stigunum skipt.

Sergio Busquets, fyrirliði Barcelona, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í uppbótartíma í fyrri hálfleik.

Andreas Christensen, Robert Lewandowski og Raphinha, sem komu til Barcelona í sumar, voru allir í byrjunarliðinu í kvöld og léku sinn fyrsta leik með liðinu.

mbl.is