Messi skoraði tvö í lokin gegn Heimismönnum

Lionel Messi skilur Jamaíkumanninn Damion Lowe eftir í rykinu í …
Lionel Messi skilur Jamaíkumanninn Damion Lowe eftir í rykinu í leiknum í nótt. AFP/Andres Kudacki

Argentína sigraði Jamaíku 3:0 í vináttulandsleik karla í fótbolta í New Jersey í Bandaríkjunum í nótt þar sem Lionel Messi tryggði sigurinn með tveimur mörkum á lokamínútunum.

Heimir Hallgrímsson stýrði liði Jamaíku í fyrsta skipti og lið hans lenti undir þegar Julian Álvarez skoraði eftir sendingu frá Lautaro Martínez á 13. mínútu.

Staðan var 1:0 allt fram á síðustu mínútur leiksins. Messi kom inn á sem varamaður á 56. mínútu hjá Martínez og hann skoraði á 87. og 89. mínútu þannig að sigur Argentínu varð í lokin stærri en útlit var fyrir.

Heimir Hallgrímsson á varamannabekk Jamaíku í leiknum í nótt, ásamt …
Heimir Hallgrímsson á varamannabekk Jamaíku í leiknum í nótt, ásamt Guðmundi Hreiðarssyni markvarðaþjálfara. AFP/Elsa
mbl.is