Þrumuskalli Söru Bjarkar (myndskeið)

Sara Björk Gunnarsdóttir í leiknum í gær.
Sara Björk Gunnarsdóttir í leiknum í gær. Ljósmynd/@JuventusFCWomen

Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fyrsta mark sitt fyrir Ítalíumeistar Juventus í gær þegar hún kom liðinu á bragðið í 2:0-sigri á Danmerkurmeisturum HB Köge í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu kvenna.

Markið skoraði Sara Björk á elleftu mínútu með hörkuskalla.

Með sigrinum tryggði Juventus sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Mark Söru Bjarkar, sem fagnar 32 ára afmæli sínu í dag, má sjá hér:

mbl.is