Evrópumeistararnir unnu heimsmeistarana

Georgia Stanway með boltann í kvöld.
Georgia Stanway með boltann í kvöld. AFP/Glyn Krik

England hafði betur gegn Bandaríkjunum, 2:1, í vináttulandsleik kvenna í fótbolta á Wembley-vellinum í London í kvöld.

England, sem varð Evrópumeistari á heimavelli í sumar, komst yfir þegar Lauren Hemp, leikmaður Manchester City, skoraði fyrsta markið á 10. mínútu.

Sophia Smith jafnaði fyrir bandarísk liðið, sem varð heimsmeistari í Frakklandi fyrir þremur árum, á 28. mínútu. Smith er 22 ára og hefur gert glæsilega hluti með Portland Thorns í bandarísku atvinnumannadeildinni á leiktíðinni.

Enska liðið átti hins vegar lokaorðið því Georgia Stanway skoraði sigurmarkið úr víti á 33. mínútu. Stanway leikur með Bayern München en var þar á undan hjá Manchester City.

mbl.is