Nökkvi með sigurmarkið og Beerschot á toppinn

Nökkvi Þeyr Þórisson í leik með KA.
Nökkvi Þeyr Þórisson í leik með KA. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði sigurmarkið í 2:1 útisigri Beerschot á U23 ára liði Anderlecht í belgísku B-deildinni í fótbolta í kvöld. 

Anderlecht komst yfir snemma leiks en Beerschot jafnaði eftir rúman hálftíma leik. Sigurmark Nökkva kom svo á 57. mínútu. 

Beerschot er nú á toppi deildarinnar með 29 stig. Einu meira en Beveren og RWDM 47 í öðru og þriðja sætinu.

Í ítölsku B-deildinni lék Hjörtur Hermannsson allan leikinn í 3:1 heimasigri Pisa á Ternana í dag. Pisa er í 10. sæti deildarinnar með 18 stig. 

mbl.is