Sveindís Jane stakk alla af (myndskeið)

Sveindís Jane Jónsdóttir var allt í öllu í gær.
Sveindís Jane Jónsdóttir var allt í öllu í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnukonan Sveindís Jane Jónsdóttir fór á kostum fyrir Wolfsburg þegar liðið vann sterkan heimasigur gegn Roma í Meistaradeildinni í gær.

Sveindís lagði upp fyrsta mark Wolfsburg á 24. mínútu fyrir Evu Pajor áður en hún tvöfaldaði forystu þýska liðsins með marki á 40. mínútu en leiknum lauk með 4:2-sigri Wolfsburg.

Sveindís byrjaði á bekknum hjá Wolfsburg í gær en kom inn á strax á 12. mínútu eftir að Jill Roord meiddist.

Með sigrinum tyllti Wolfsburg sér á toppinn í B-riðli og tryggði sér um leið sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Myndband af tilþrifum Sveindísar má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is