Á skotskónum í Hollandi

Willum Þór Willumsson var á skotskónum í kvöld.
Willum Þór Willumsson var á skotskónum í kvöld. Ljósmynd/Go Ahead

Willum Þór Willumsson var á skotskónum fyrir Go Ahead Eagles þegar liðið tók á móti AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Leiknum lauk með öruggum sigri AZ Alkmaar, 4:1, en Willum Þór, sem lék allan leikinn fyrir Go Ahead Eagles, minnkaði muninn í 1:3 með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Go Ahead Eagles er með 19 stig í ellefta sæti deildarinnar en þetta var fjórða mark Willums í vetur í 13 deildarleikjum.

Þá lék Alfons Sampsted fyrri hálfleikinn með Twente þegar liðið gerði jafntefli, 2:2, á útivelli gegn Vitesse en Twente er með 35 stig í fjórða sætinu.

mbl.is